13/09/2024

Heiða með söngnámskeið

Söngfuglinn og stórstjarnan Heiða Ólafs mun leggja leið sína til Hólmavíkur í september og október í því skyni að halda söngnámskeið fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri. Námskeiðið verður haldið í grunnskólanum, en um er að ræða 6 tíma og hópkennslu. Námskeiðinu mun síðan ljúka með tónleikum fyrir foreldra og aðstandendur. Þátttaka í námskeiðinu kostar kr. 8.000.- fyrir hvert barn og veittur verður veglegur afsláttur fyrir systkini, hvorki meira né minna en 50%. Til að skrá sig eða fá nánari upplýsingar er hægt að hringja í síma 895-7358 fyrir sunnudaginn 17. sept. n.k.