13/10/2024

Opinn stjórnmálafundur á Hólmavík

Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi boða til opins stjórnmálafundar á Café Riis á Hólmavík miðvikudaginn 28. október næstkomandi og hefst fundurinn kl. 20:00. Samkvæmt fréttatilkynningu verður fundarefni stjórnmálaviðhorfið, fjárlagagerð og efnahagsmál, byggða-, sjávarútvegs- og samgöngumál.