19/07/2024

Íþróttahúsið á Hólmavík

Íþróttamiðstöð HólmavíkurEins og Hólmvíkingar vita hefur nýtt íþróttahús nú verið tekið í notkun í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur og íþróttatímar skólabarna færst þangað, auk þeirra tíma sem Strandamenn hafa skráð sig í utan skólatíma. Á fundi hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps á dögunum var samþykkt að Íþróttamiðstöðin verði tekin formlega í notkun við tækifæri og ákveðið að þriggja manna nefnd sjái um hátíðahöldin.

Fulltrúi frá hreppsnefnd í nefndinni verður Valdemar Guðmundsson, en auk hans óskast tilnefndir í nefndina einn frá Umf. Geislanum og annar frá Grunnskólanum á Hólmavík.

Jafnframt var ákveðin gjaldskrá fyrir notkun á íþróttasal kr. 5.000.- pr. klst.  og notkun á badmintonvelli kr. 2.000.- á hvern einstakan völl en þeir munu vera þrír samhliða á vellinum.