16/10/2024

Heiða komin í úrslit

Heiða - komin í úrslitHólmavíkurmærin Heiða Ólafs er komin í úrslitaþátt Idol-Stjörnuleitar, eftir að Kárahnjúkaklumpurinn og sjarmörinn Davíð Smári Harðarson datt út úr þriggja manna úrslitum sem fóru fram í Smáralind í kvöld. Heiða flutti lögin Livin' On a Prayer og Total Eclipse Of The Heart óaðfinnanlega og hlaut mikið lof dómnefndar fyrir. Það er fyrir löngu orðið ljóst að Strandamenn hafa eignast sanna stjörnu og frábæran fulltrúa sem hefur brætt hjörtu þjóðarinnar með einlægni sinni og frábærum sönghæfileikum. Hin stórgóða söngkona Hildur Vala Einarsdóttir komst í úrslit ásamt Heiðu.