07/10/2024

Hátíðarguðsþjónusta í Árneskirkju

Á vefnum www.litlihjalli.is er sagt frá því að hátíðarguðsþjónusta verður í Árneskirkju (eldri) sunnudaginn 27. júní næstkomandi kl. 14:00. Þá verður minnst 160 ára afmælis Árneskirkju og að 100 ár eru frá því að fyrst var leikið á orgel í kirkjunni. Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur mun þjóna fyrir altari og Gunnsteinn Gíslason formaður sóknarnefndar flytur erindi í lok guðsþjónustu. Kaffisamsæti verður í félagsheimilinu að lokinni athöfn.