11/10/2024

Gengur þú með gullegg í maganum?

Fékkstu frábæra hugmynd í sturtu í gær? Hefurðu gengið með sömu hugmyndina í maganum í tvö ár? Eða skortir þig kunnáttu til að koma góðri hugmynd í framkvæmd? Nú stendur yfir Frumkvöðlakeppni Innovit, Gulleggið 2011, þar sem markmiðið er að hjálpa hugmyndum að verða að veruleika. Allir þeir sem
luma á viðskiptahugmynd eru hvattir til þess að senda hana inn í keppnina og fá í kjölfarið aðstoð við að breyta hugmyndunum í fullbúnar viðskiptaáætlanir. Strandamenn eru hvattir til að kíkja inn á www.gulleggid.is og senda inn hugmynd fyrir 20. janúar. Fullur trúnaður ríkir vegna þeirra hugmynda sem sendar eru inn í keppnina. Grípum gæsina.