19/09/2024

Fundi um Perluna frestað

Ekkert verður úr fyrirhugðum fundi á Cafe Riis í dag um samstilltar aðgerðir Strandamanna fyrir Perluna Vestfirðir í vor. Veðrið er eitthvað að belgja sig hér á Ströndum og því er fundinum frestað þar til veður lægir og fært verður úr hinum fjölbreytilegustu hlutum Stranda. Menn hafa því tíma til að liggja undir feldi enn um stund og hugleiða hvernig Strandir og Strandamenn geti tekið Perluna með trompi, eins og mikill áhugi er á.  

Sundhani á siglingu undir Grímsey – boðið verður upp á áætlunarferðir í eyjuna í sumar

Lundafundur í Grímsey – prófastarnir halda reglulega fundi um eflingu ferðaþjónustu í Grímsey