14/09/2024

Boðuðum Perlufundi aflýst

Fundi sem boðað hafði verið til kl. 17:00 á Café Riis í dag og fjalla átti um aðkomu Strandamanna að stórsýningunni Perlan Vestfirðir sem verður haldin í byrjun maí hefur verið frestað vegna veðurs. Reynt verður að boða til fundar fljótlega í næstu viku, ef veður leyfir. Þangað til eru allir áhugasamir hvattir til að velta málefninu vel fyrir sér og taka þátt í aðkomu Strandamanna að sýningunni af alvöru og festu ásamt hæfilegum skammti af gleði og kæti.