19/09/2024

Árshátíð á Drangsnesi á föstudag

Árshátíð Grunnskólans á Drangsnesi fer fram nú á föstudaginn kemur, þann 7. apríl kl. 19.00.  Þar munu nemendur í Grunnskólanum og Leikskólanum á Drangsnesi leika og syngja. Nemendur í Grunnskólanum munu m.a. sýna leikrit eftir Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og nemendur 6.-7. bekkjar Hólmavíkurskóla. Eftir skemmtunina er boðið upp á kaffi og kökur. Aðgangseyri er þannig háttað að frítt er fyrir yngri en 6 ára, 500 kr. fyrir 6-15 ára og 1500 kr. fyrir eldri en 16 ára.