Æfingar eru nú hafnar á söngleiknum Friðarbarnið sem sýndur var á Hólmavík fyrir jól af unglingum víðs vegar úr sýslunni. Ætlunin er að sýna verkið á Kirkjudögum í Reykjavík á næstu helgi. Sýningin verður kl. 16:00 laugardaginn 25. júní á útisviði við Hallgrímskirkju. Einnig eru fyrirhugaðar sýningar á Friðarbarninu í Árneskirkju fimmtudaginn 23. júní kl. 17:00 og í Samkomuhúsinu Baldri á Drangnesi mánudaginn 27. júní kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 1.000.- fyrir fullorðna.
Söngleikurinn er eftir Mark og Helen Gohnson og Sue Langwade. Þorkell Örn Ólason þýddi verkið fyrir leikhópinn. Tónlistarstjóri er séra Sigríður Óladóttir og um tæknmálin sér Gunnlaugur Bjarnason. Leikstjóri er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir.