13/09/2024

Dagskrá Hamingjudaganna

Nú er dagskrá Hamingjudaganna á Hólmavík sem haldnir verða 30. júní – 3. júlí óðum að taka á sig endanlega mynd og hér á eftir, undir tenglinum LESA MEIRA, er yfirlit yfir dagskrána eins og hún lítur út í dag. Hana er einnig hægt að nálgast með því að smella á auglýsingaborðann fyrir Hamingjudagana sem birtist reglulega hér efst á síðunni. Undirbúningur fyrir hátíðahöldin gengur mjög vel að sögn Bjarna Ómars framkvæmdastjóra og hann er bjartsýnn á að Strandamenn og Hólmvíkingar heima og að heiman fjölmenni á hátíðina.


Hamingjudagar á Hólmavík

30.júní – 3.júlí

 
Miðvikudagur 22. júní – “Þjófstart fyrir Hamingjudaga” 
 
Kl 20:30 Jón Ólafson með tónleika í Hólmavíkurkirkju. Gestur á tónleikunum er Hildur Vala.

 
Fimmtudagur 30. júní:
 
Kl 20   Hagyrðingakvöld á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum í Félagsheimilinu á Hólmavík. Kveðskapur, kaffiveitingar og skemmtiatriði. 

 
Föstudagur 1. júlí
 
kl 18-19 Tónlistaratriði við opnun sýninga í Grunnskólanum
Kl 18-20 Myndlistarsýningar í Grunnskólanum                        
              
Kl 20        Hátíðin formlega sett, ávarp o.fl.
Kl 20-21 Tónleikar með Idolstjörnunni Heiðu Ólafs og hljómsveit hennar                                                        
Kl 23-03 Dansleikur með Heiðu Ólafs og hljómsveit
Kl 23-03 Dansleikur með hljómsveitinni Eidís á Café Riis                                                     
 

Laugardagur 2. júlí
 
Kl   8-11 Morgunverðarhlaðborð í félagsheimilinu á vegum ferðaþjónustunnar á Kirkjubóli.

Kl 10       Héraðsmót HSS í fótbolta fyrri umferð í karlaflokki.

Kl 10-12 Heilsumorgun í Íþróttamiðstöðinni, kynningar á heilsuvörum, heilun, o.fl.

Kl 10-12 og 14-20 Myndlistarsýningar í Grunnskólanum

Kl 14-20 Útiskemmtun í Kirkjuhvammi:
 
Fjölmörg tónlistar og skemmtiatriði á útipalli m.a. :
Rakel Björk (úr Idolinu) og Þröstur
Jón Halldórsson
Kvartett Munda Jó
Sönghópurinn Létt og laggott
Jón Víðisson töframaður
Hemúllinn
Harmónikkuleikararnir heimsfrægu Yuri og Vadim
Idolstjarnan Heiða Ólafs
Hljómsveitin Micado
Hljómsveit Deodorant
Leikfélag Hólmavíkur
Árdís Rut og Hlíf
Kvennakórinn Norðurljós
Gulli Bjarna og Sigríður Óla
Hjörtur, Rósi og Lýður
Hljómsveitin Kokkteill frá Raufarhöfn

Kl 17:30-20 Heitt í kolunum. Gestir koma með kjöt og geta grillað sér og snætt í Hvamminum.   
                    KSH verður með meðlæti til sölu á staðnum.
Kl 20-           Blót að heiðnum sið við Galdrasýningu á Ströndum
Kl 21-22      Varðeldur og brekkusöngur
Kl 23-03      Dansleikur í Bragganum hljómsveitin Kokkteill
Kl 23-03      Lifandi tónlist á Café Riis 
                       

Sunnudagur 3. júlí

Kl 08-11 Morgunverðarhlaðborð í félagsheimilinu á vegum ferðaþjónustunnar á Kirkjubóli
Kl 11      Gospelmessa í Hólmavíkurkirkju
Kl 14       Fjöruferð á vegum Sauðfjárseturs í Sævangi
Kl 14      Tónleikar með KK og Ellen í Hólmavíkurkirkju
Kl 14-18 Kaffihlaðborð í Sauðfjársetri

Kl 16       Fjölskyldufótbolti í Sævangi

Auk þessa verður m.a. til afþreyingar á hátíðinni:
 
Sjóferðir, sölutjöld frá m.a, Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, Lions, Strandakúnst, Kvennakórnum o.fl, netaðgangur í skóla, gönguferðir, kassabílarall, ljósmyndamaraþon, leiktæki fyrir börnin, torfærubíll, hestar, sýning í Þverárvirkjun,  Björgunarbáturinn Húnabjörg verður til sýnis o.fl. 
 
Sjáumst hamingjusöm á Hamingjudögum á Hólmavík !!!