16/06/2024

Spurningakeppnin heldur áfram

Lið Strandahesta sem sló í gegn fyrsta keppniskvöldiðAnnað keppniskvöldið í Spurningakeppni Strandamanna fer fram annað kvöld, sunnudaginn 20. febrúar, í félagsheimilinu á Hólmavík. Hefst skemmtunin kl. 20:00. Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna, en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Sælgæti, öl og kaffi verður selt á staðnum. Að sjálfsögðu er tekið á móti greiðslukortum. Fjórar skemmtilegar viðureignir fara fram í keppninni á sunnudagskvöldið.

Liðin sem keppa á sunnudaginn eru:

  • Félagsmiðstöðin Ozon – Fiskvinnslan Drangur
  • Kvenfélagið Iðunn – Skrifstofa Hólmavíkurhrepps
  • strandir.saudfjarsetur.is – Nemendur Hólmavíkurskóla
  • Kennarar Hólmavíkurskóla – KSH

Í lok keppninnar verður síðan dregið í 8 liða úrslitum, en á fyrsta kvöldinu komust lið Sparisjóðs Strandamanna, Bitrunga, Strandahesta og Hólmadrangs áfram. Það er Sauðfjársetur á Ströndum sem stendur fyrir spurningakeppninni. Spyrill og dómari er Kristín S. Einarsdóttir, kennari við Grunnskóla Hólmavíkur.