12/12/2024

Fleiri þorramyndir frá Borðeyri

Frá þorrablótinu á BorðeyriNú líður að lokum þorra. Síðasti dagur þorra, þorraþrællinn, er í dag og góan tekur við á morgun, sunnudag, með konudeginum. Eitt allra vinsælasta efnið hér á vefnum hafa verið myndir af þorrablótum víðsvegar um Strandir. Því ætlum við að bregðast við og bæta um betur. Hér gefur að líta fleiri myndir frá þorrablóti á Borðeyri sem haldið var um síðustu helgi og má glögglega sjá að gaman var á þeirri skemmtun.