29/04/2024

Framboðslisti Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi

640-gillulfur
Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í Borgarnesi um helgina var samþykktur framboðslisti flokksins fyrir komandi alþingiskosningar vorið 2013. Á listanum eru jafn margar konur og karlar og eru Guðbjartur Hannesson ráðherra og Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður í efstu sætunum. Strandamaðurinn Kristín Sigurrós Einarsdóttir bókavörður á Hólmavík er í 10. sæti listans. Framboðslistann skipa:

1. Guðbjartur Hannesson, ráðherra, Akranesi
2. Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður,  Ísafjarðarbæ
3. Hörður Ríkharðsson, kennari, Blönduósbæ
4. Hlédís Sveinsdóttir, sjálfstætt starfandi,  Akranesi
5. Garðar Svansson, fangavörður, Grundarfirði
6. Inga Björk Bjarnadóttir, háskólanemi, Borgarbyggð
7. Benedikt Bjarnason, starfsmaður Fiskistofu, Ísafjarðarbær
8. Svanhildur Guðmundsdóttir, sviðstjóri, Sveitarfélaginu Skagafirði
9. Ólafur Þór Jónsson, háskólanemi, Borgarbyggð
10. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, bókavörður, Strandabyggð
11. Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri, Húnaþingi vestra
12. Guðrún Eggertsdóttir, viðskiptafræðingur, Vesturbyggð
13. Magnús Smári Snorrason, verslunarstjóri, Borgarbyggð
14. Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri, Ísafjarðarbær
15. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, Sveitarfélaginu Skagafirði
16. Jóhann Ársælsson, fyrrv. alþingismaður, Akranesi