Í vikunni voru haldnir stórglæsilegir tónleikar Félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík undir heitinu Tónaflóð. Þar kom fram fjöldi af tónlistarmönnum og söngstjörnum af yngri kynslóðinni, auk þess sem margir eldri skemmtikraftar tróðu upp með hljómsveitunum sem spiluðu og tóku vel valda slagara. Mikill fjöldi mætti á fjáröflunartónleikana sem fóru afar vel fram og voru bráðskemmtilegir. Hljómsveitirnar voru hver annarri betri og margir ungu tónlistarmennirnir sýndu að þeir höfðu tekið ótrúlegum framförum í vetur.
Tónaflóð á Hólmavík – ljósm. Ester Sigfúsdóttir