Tekin hefur verið upp samvinna sem gæti heitið Spurt og svarað við vefinn www.strandir.saudfjarsetur.is. Þar undir tenglinum Spjalltorg geta menn skilið eftir einfaldar eða flóknar spurningar um ferðaþjónustu á Ströndum og svör eru þá sett jafnóðum inn ef þau eru fyrir hendi. Hugmyndin er að bæði ferðafólk og heimamenn geti sent inn spurningar og einnig geti þeir sem eru í forsvari fyrir ferðaþjónustu á svæðinu leitað eftir upplýsingum um það sem þeir þekkja ekki nógu vel sjálfir.
Helstu nýjungar og breytingar í ferðaþjónustunni á Ströndum í sumar eru þessar:
Borðeyri:
* Tangahús – Borðeyri: Nýtt gistihús sem opnar siðari hluta júní í sumar, farfuglaheimili.
* Verslunin Lækjargarður hefur leyst Kaupfélagið á Borðeyri af hólmi.
* Tjaldsvæði á Borðeyri verður bætt fyrir sumarið og sér verslunin Lækjargarður um það.
Sunnan Hólmavíkur:
* Snartartunga: Starfsemi hestaleigu þar hefur verið hætt.
* Broddanesskóli í Kollafirði: Starfsemi með svefnpokagistingu hefur verið hætt.
* Ferðaþjónustan Kirkjuból: Gistirými aukið um rúmlega helming, úr 10 rúmum í 23.
Hólmavík:
* Tjaldsvæði stækkað og aðstaða bætt, m.a. fyrir húsbíla.
* Sundlaugin sem opnuð var á Hólmavík í fyrrasumar verður nú opin yfir sumarið frá 7-21 virka daga og 10-21 um helgar.
* Galdrasýningin verður opin lengur fram á haustið eins og í fyrra, til 15. september.
* Opnunartími á Upplýsingamiðstöð á Hólmavík lengdur – er nú frá 9:00-20:00 alla daga vikunnar frá 1. júní – 31. ágúst.
* Nýir rekstraraðilar hafa tekið við rekstri veitingarstaðarins Café Riis.
* Strandagaldur heldur Jónsmessuhátíð á Hólmavík með sögumannaívafi – 25. júní.
* Bæjarhátíð verður haldin á Hólmavík í fyrsta sinn – Hamingjudagar á Hólmavík 1.-3. júlí.
Drangsnes:
* Ný útisundlaug opnar um mitt sumar.
* Sett hefur verið upp bensínstöð á Drangsnesi aftur – Essókortasjálfsali.
* Bær III – opnunartími styttist, er frá 1. júní – 31. ágúst þetta árið.
* Sundhani gerir út frá Drangsnesi þetta árið
Norðan Hólmavíkur:
* Galdrasýningin opnar sýningu sína á Klúku í Bjarnarfirði í sumar – Kotbýli kuklarans. Opnunin er dagsett 23. júlí.
* Reimar Vilmundarson verður með áætlun frá Norðurfirði í júlí að Hornvík á föstudögum og Reykjarfirði nyrðri á þriðjudögum.
* Við Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík verður í sumar afhjúpaður minnisvarði um galdraofsóknir í Trékyllisvík.