16/10/2024

Frá sundlauginni á Hólmavík

Opið verður á aðfangadag og gamlársdag í nýju sundlauginni á Hólmavík frá 10:00-14:00. Gufubaðið opnar klukkutíma seinna en laugin. Lokað verður hins vegar á jóladag, annan í jólum og nýjársdag. Opið er á hefðbundnum tímum milli jóla og nýárs.

Hólmvíkingar geta því frá og með þessum jólum tekið upp góðan sið Bjarnfirðinga sem hittast við jólabaðið í Gvendarlaug hins góða á Klúku. Verður eflaust hressandi að stinga sér í heita laugina meðan norðanáttin lemur hús og menn.