24/06/2024

Rafmagnsleysi í Árneshrepp

Rafmagn fór af norður í Árneshrepp upp úr kl. 9:00 í gærkvöld og komst aftur á um 11:30 og var því rafmagnslaust í um tvo og hálfan tíma. Bilunin var sú að það skóf inn í spenniskúr við Bæ í Trékyllisvík í allhvössum vindi af vestri og er þetta að minnsta kosti í annað sinn sem þetta skeður.

Nánar má lesa um rafmagnsleysið í gærkveldi á www.litlihjalli.it.is.