04/10/2024

Fjölþjóðleg hátíð á Galdrasafninu

Það var líf og fjör á Galdrasafninu á Hólmavík á föstudagskvöld, þegar sjálfboðaliðar úr samtökunum Seeds sem hafa verið við störf á Hólmavík, buðu Strandamönnum á stefnumót. Sjálfboðaliðarnir koma frá 6 löndum og buðu upp á 6 sérrétti af ýmsum toga frá sínum heimalöndum. Á móti fengu þeir hákarl og harðfisk, signa grásleppu og sviðalappir. Spurningakeppni var haldin, dansaðir hringdansar og sýndar myndir frá dvölinni og vinnunni.

Ásta Þórisdóttir og Lýður Jónsson fengu sérstakt klapp fyrir frábær samskipti og allir fengu sjálfboðaliðarnir ullarvettlinga með ægishjálmi svo þeim yrði ekki kalt á höndunum úti í hinum stóra heimi. Gleðin var við völd þessa skemmtilegu kvöldstund.  

Seeds

frettamyndir/2009/580-seedsslutt3.jpg

frettamyndir/2009/580-seedsslutt1.jpg

Sjálfboðaliðar frá Seeds og Strandamenn á stefnumóti – ljósm. Jón Jónsson