29/03/2024

5 bílar í áreksti

Farið varlega!Nokkuð sérstakur og mjög harður fimm bíla árekstur varð við gatnamótin á þjóðvegi eitt að Melstað í Miðfirði í Húnaþingi vestra í gærkvöld um kl. 20:00. Bílaflutningabíll tók þá fram úr jeppa sem var að beygja til vinstri af þjóðvegi eitt í átt að Melstað. Lenti hann í hliðinni á jeppanum og henti honum út í móa og er hann gjörónýtur eftir. Á pallinum voru þrír bílar og flaug einn af og lenti á hvolfi utanvegar. Þar endaði bílaflutningabíllinn einnig för sína mikið skemmdur.

 Að sögn Höskuldar Erlingssonar lögreglumanns á Blönduósi, sem stjórnaði á vettvangi, þykir mikil mildi að ekki urðu slys á fólki. Mikið eignatjón varð.

Ljósmyndir af vettvangi.

Ljósm. – Sveinn Karlsson.