19/09/2024

Frábær árangur hjá Ozon

Allý og Björk á æfinguÍ kvöld tóku nokkrir krakkar frá Félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík þátt í Vesturlandsriðli í söngvakeppni Samfés í Borgarnesi. Er skemmst frá því að segja að atriði sem Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir og Björk Ingvarsdóttir fluttu – lagið Stand by You – lenti í þriðja sæti í keppninni og komst því áfram í úrslitakeppni Samfés á landsvísu.

Einnig sigraði Unnur Eva Ólafsdóttir í keppni í Singstar Playstation 2 leiknum og komst áfram í úrslitakeppnina sem haldin verður laugardaginn 5. mars í Íþróttahúsinu við Varmá í Mosfellsbæ.