23/04/2024

Fjallar um galdrastafi og galdraskræður í Vardö

Galdrasýning á Ströndum tekur þátt í ráðstefnu um evrópska galdrasögu í Vardö í N-Noregi um næstkomandi helgi. Þetta er í annað sinn sem fulltrúi Strandagaldurs mætir á þessa ráðstefnuröð í Noregi, en í Vardö er stefnt að því að byggja upp galdrasýningu með aðstoð Strandagaldurs. Að þessu sinni verður fulltrúi Strandagaldurs í Vardö Magnús Rafnsson sagnfræðingur og hann mun fjalla um íslenska galdrastafi og galdraskræður í fyrirlestri sínum. Aðstandendur galdraverkefnisins í Noregi heimsóttu Strandir heim í vor og kynntu sér uppbyggingu Strandagaldurs í menningartengdri ferðaþjónustu á svæðinu.

Á ráðstefnunni tala fræðimenn og leikmenn frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi auk Magnúsar og fjalla um galdramál í Evrópu út frá mörgum þáttum. Mikil dagskrá fer fram í Vardö í tengslum við ráðstefnuna og búist er við miklum fjölda gesta. Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Heksekonferansen. www.heksekonferansen.no. Ljósmyndirnar að neðan voru teknar af Sigurði Atlasyni á ráðstefnunni í Vardö á síðasta ári.

Vardö
Frá Vardö

center
Frá einleik um galdraofsóknirnar í Vardö 

galdrasyning/580-vardo2.jpg
Leiðsögumenn í virki norska hersins í Vardö

galdrasyning/580-vardo4.jpg
Einleikur Lóa á Hóli – Galdramaðurinn og svínið

galdrasyning/580-vardo1.jpg
Bærinn Vardö er austasti bær Noregs og er á samnefndri eyju rétt undan landi

Ljósm.: Sigurður Atlason