22/12/2024

Ferðalangar í vandræðum á Steingrímsfjarðarheiði

Lögreglan varar fólk við að fara um Steingrímsfjarðarheiði í kvöld. Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík fór seinnipartinn í dag upp á heiði til að aðstoða ökumenn sem voru í vandræðum þar. Farið er að draga í skafla, skyggni er lélegt og Vegagerðin er ekki að moka.