25/04/2024

Kvikt landslag – á Hólmavík

Brian BergÁ föstudaginn kl. 14:00 hefst á Hólmavík heilmikið alþjóðlegt málþing í samvinnu Þjóðfræðistofu, Land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Ísland og Rannsóknamiðstöð ferðamála og ber það yfirskriftina Leiðir að landslagi – Routes to landscapes. Í tengslum við málþingið verður opnuð ljósmyndasýning sem heitir Kvikt landslag – Landscape in Motion á fyrstu hæðinni í Þróunarsetrinu á Hólmavík kl. 17:00 á föstudag, en þar er að finna ljósmyndir eftir danska ljósmyndarann Brian Berg. Fréttaritari kíkti á Brian í dag þar sem hann var að setja myndirnar upp, en í spjalli kom fram að myndirnar eru allar teknar á leiðinni frá Hólmavík til Reykjavíkur í síðustu ferð hans á Strandir.

Brian Berg hefur unnið sem ljósmyndari í áratug – bæði sjálfstætt og á vegum
dagblaða á borð við Berlingske Tidende. Hann hefur stundað nám við Dönsku
fjölmiðlaakademíuna og Fata Morgana þar sem hann nam listræna ljósmyndun undir
Morten Bo.  Hann hefur sýnt myndir sínar m.a. á Danska þjóðminjasafninu, haldið
sýningu á myndum sínum af landlausum frumbyggjum Mið-Ameríku og birt ljósmyndir
í tímaritsseríur um Bandaríska menningu. Hann vinnur nú að bók um Samíska
menningu og lífshætti.

Allir sem áhuga hafa eru velkomir á opnun ljósmyndasýningarinnar, hvort sem þeir sitja málþingið eða ekki. Sýningin verður síðan opin frá 13:00-18:00 um helgina, en reiknað er með að hún verði uppi næsta mánuðinn og er gengið inn í húsið að framanverðu eins og í verslunina á síðustu öld. 

bottom

frettamyndir/2008/580-ljosm-berg1.jpg

Brian Berg vinnur að uppsetningu sýningarinnar – Ljósm. Jón Jónsson