22/12/2024

Félagsvist og páskabingó í Tjarnarlundi

Spiluð verður félagsvist í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Dölum á skírdag, fimmtudaginn 1. apríl og hefst spilamennskan kl.20.00. Aðgangseyrir er 700kr og verða páskaegg í vinning fyrir þrjú efstu sæti hjá körlum og konum. Einnig verður páskabingó í Tjarnarlundi, laugardaginn 3. apríl, og hefst það kl. 20:00. Þar kostar spjaldið 500 kr. og eru veglegir vinningar í boði. Strandamenn eru hvattir til að skella sér í spilavist og bingó í Tjarnarlund og bent er á að posi og sjoppa á staðnum bæði kvöldin.