12/12/2024

Enginn bændafundur á Ströndum

Bændasamtök Íslands hafa boðað til bændafunda víða um land nú í haust og hafa fyrstu fundirnir þegar verið haldnir, m.a. á Staðarflöt í Húnaþingi vestra í gær. Ætlunin er að ræða á þessum fundum ýmis málefni sem hvíla á bændum, nýja stöðu í lánamálum, nýjan búnaðarsamning og fleira slíkt. Á Ströndum vekur sértaka athygli að Bændasamtökunum þykir ekki ástæða til að halda slíkan fund í héraðinu.