Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is í Bæjarhreppi hefur aðeins gluggað í nýútkomna samgönguáætlun sem dreift hefur verið á Alþingi. Sé litið til Strandasýslu suður þá verður engu fé varið til uppbyggingar vegarins Brú-Hólmavík fram yfir 2008. Þessi vegarkafli er orðinn meira og minna mjög lélegur og þolir mjög illa þungaflutninga. Því er ekki ólíklegt að hann verði fljótlega eins óhrjálegur og vegurinn á meðfylgjandi mynd, en hún var tekin við bæinn Stapadal sem stendur við norðanverðan Arnarfjörð. Þetta er ekki gott þar sem þessi vegur er annar tveggja aðalvega til Vestfjarða. Hins vegar verður veitt 6,7 miljónum til uppbyggingar 150 metra grjótgarðs við Borðeyri árið 2006 sem er mjög þarft framtak.
Ljósm. Guðný Þorsteinsdóttir