24/06/2024

Fjármagn í Arnkötludal 2008

FuglahræðanSamkvæmt samgönguáætlun 2005-8 sem lögð hefur verið fram á þingi og samþykkt í stjórnarflokkunum er aðeins varið 100 milljónum til vegagerðar um Arnkötludal árið 2008 og er það fyrsta fjármagn sem lagt er til þeirrar vegagerðar. Verður því að teljast ólíklegt að sá vegur verði ekinn á fyrsta áratug 21. aldarinnar. Ekki er heldur neinn peningur settur í nýframkvæmdir milli Brúar og Hólmavíkur, en væntanlega verður ekki hjá því komist að nýta peninga af viðhaldfé til að lagfæra þann veg, sem er á köflum stórháskalegur, svo hann verði hreinlega ekki ófær á næstu árum vegna þungaflutninga sem hann þolir ekki. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps hefur fengið fund með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og Sturlu Böðvarsyni í hádeginu á morgun til að ræða samgöngumál.