11/10/2024

Móttökustaður Sorpsamlagsins opinn í dag

Hólmvíkingar og nærsveitungar hafa tekið til við að flokka rusl af miklum krafti eftir að Sorpsamlag Strandasýslu opnuðu móttökustöð fyrir flokkaðan úrgang fyrr í desember. Vegna jólanna verður aukaopnun í dag, Þorláksmessu, frá kl. 16:00-18:00 í móttökustöðinni á Skeiði 5 á Hólmavík, en þar hefur Sorpsamlagið komið sér upp í aðstöðu. Fólk er hvatt til að láta sitt ekki eftir liggja við flokkun.