05/11/2024

Ég var einu sinni frægur á Hólmavík

580-upplo2
Leikritið Ég var einu sinni frægur, verður sýnt í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, föstudaginn 19. apríl. Í því leika stórleikararnir Þráinn Karlsson, Gestur Einar og Alli Bergdal sig sjálfa; gamla bitra geðilla leikara sem halda að þeir séu virtir, dáðir og sívinsælir. Sýningin gerist á Kanarí og fjallar um ferð eldri borgara frá Akureyri til Kanarí sem fer algjörlega úr böndunum. Leikstjóri er Jón Gunnar. Leiksýningin hefst kl. 20:00.