27/04/2024

Jólastund á Hólmavík

Jólasveinatískan 1925Í dag var haldin svokölluð Jólastund hjá Leikfélagi Hólmavíkur, þar sem jólalög, upplestur og fróðleikur um gömlu íslensku jólasveinana og ættingja þeirra var til skemmtunar. Mæting var fremur dræm, en þeir sem komu virtust skemmta sér ágætlega. Auk atriðanna voru kaffi, djús og piparkökur á boðstólum og sá nemendur í 8. og 9. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík um þá hlið mála, enda eru þeir að safna fyrir Danmerkurferð næstkomandi haust. Jóhanna Ása Einarsdóttir, núverandi formaður Leikfélags Hólmavíkur, hafði veg og vanda af undirbúningi og skipulagningu dagskrárinnar.

Tískuþáttur jólasveinar

atburdir/2007/580-jolastund5.jpg

atburdir/2007/580-jolastund3.jpg

atburdir/2007/580-jolastund1.jpg

Jólastund hjá Leikfélaginu – ljósm. Dagrún Ósk, Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir