Hin árlega Bryggjuhátíð á Drangsnesi er í dag, laugardaginn 17. júlí, og að venju verður margt til skemmtunar. Sjávarréttahlaðborðið svíkur engan, siglingar út í Grímsey og kvöldvaka og dansleikur eru meðal atriða dagsins. Strandahestar eru með hesta á staðnum og listsýningar og fuglahræðukeppni setja svip á bæinn. Bryggjuhátíðin á Drangsnesi hefur verið haldin árlega síðan 1996 og setja viðburðir tengdir sjósókn og útgerð mikinn svip á hátíðarhöldin.