04/10/2024

Biggibix í Bragganum á Hólmavík

Ísfirski tónlistarmaðurinn Biggibix mun fagna útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar Set Me On Fire með útgáfutónleikum ásamt hljómsveit víða um Vestfirði. Fyrstu tónleikarnir eru í Bragganum á Hólmavík miðvikudaginn 14. júlí og hefjast kl. 21:00. Aðgöngumiði kostar 1500.- Hægt er að fræðast meira um Biggabix á facebook: www.facebook.com/biggibixmusic og vefsíðunni www.biggibix.com. Tónleikaröðin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða, en einnig eru tónleikar á Patreksfirði, Þingeyri og Ísafirði.