30/04/2024

Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu á Café Riis

580-ferdafundur3

Ferðamálasamtök Vestfjarða vinna nú að nýrri stefnumótun til fjögurra ára í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og eru framundan fundir um alla Vestfirði. Einn af þessum fundum verður haldinn á Café Riis á Hólmavík miðvikudaginn 2. mars kl. 12:00. Allir eru velkomnir á fundinn og ferðaþjónar sérstaklega hvattir til að mæta og taka þátt í stefnumótun þessarar atvinnugreinar. Með mikilli fjölgun ferðamanna gefast vestfirskri ferðaþjónustu mikil sóknarfæri og um leið þarf að mæta mörgum áskorunum sem nauðsynlegt er að skilgreina og kortleggja. Með skipulögðum og öguðum vinnubrögðum þarf að nýta þessi tækifæri til hins ítrasta með hagsmuni greinarinnar og svæðisins að leiðarljósi. Meðfylgjandi mynd er frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða 2010 þar sem stefnumótun 2010-2015 var kynnt og samþykkt.