Borgarvirki ehf í Kópavogi átti lægsta tilboð í vegagerð á Strandavegi (nr 643) eða tæpar 54,6 milljónir, en tilboð í verkefnið voru opnuð í dag. Um er að ræða tæplega 6 kílómetra kafla frá Illaholti að Blæju. Verkinu á að vera að fullu lokið 1. september 2006. Öll tilboð voru yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, en þar var gert ráð fyrir 50,9 milljónum. Aðrir sem buðu í verkið voru KNH ehf á Ísafirði sem bauð tæpar 65,6 milljónir, Fylling ehf á Hólmavík sem bauð rúmar 73,1 milljón og Fjörður ehf í Skagafirði sem bauð tæpar. 74,2 milljónir.
Bjóðandi |
Tilboð kr. |
Hlutfall |
Frávik þús.kr. |
Fjörður ehf., Skagafirði |
74.168.500 |
145,7 |
19.583 |
Fylling ehf., Hólmavík |
73.138.000 |
143,7 |
18.553 |
KNH ehf., Ísafirði |
65.595.500 |
128,8 |
11.010 |
Borgarvirki ehf., Kópavogi |
54.585.500 |
107,2 |
0 |
Áætlaður verktakakostnaður |
50.910.000 |
100,0 |