07/10/2024

Bingó á sunnudaginn

Félag eldri borgara í Strandasýslu heldur bingó í Félagsheimilinu á Hólmavík á sunnudaginn kemur, 13. mars. Hefst skemmtunin klukkan 14:00. Frábærir vinningar eru í boði. Aðgangseyrir er kr. 1.200.- fyrir 10 ára og eldri og er 1 kort, kaffi og kökur innifalið. Aukaspjaldið kostar síðan 500.- Einnig verða seldir lukkupakkar á staðnum. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur alla til að mæta í bingó.