12/09/2024

Helgi mættur í tippleikinn

Það hlaut að koma að því að skorað yrði á einhvern mesta knattspyrnu-áhugamann Stranda í tippleik strandir.saudfjarsetur.is – Liverpool-manninn Helga Jóhann Þorvaldsson á Hólmavík. Sá sem etur kappi við Helga er sigurvegari síðustu helgar, Kolbeinn Jósteinsson. Spár þeirra eru ótrúlega líkar, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hversu strembinn seðillinn er, en einungis þrír leikir skilja þá að. Það verður spennandi að fylgjast með leiknum um helgina því nú fer hver að verða síðastur til að ná Jóni Jónssyni sem situr kirfilega í fyrsta sæti. Hér má sjá spár og umsagnir helgarinnar:

1. Bolton – West Ham

Kolli: Mér finnst Bolton vera á góðri siglingu þessa dagana og ég spái þeim sigri í þessum leik. Tákn: 1.

Helgi: Bolton hafa verið mjög góðir á heimavelli í vetur en West Ham verið frekar misjafnir, auðveldur heimasigur. Tákn: 1.

+++

2. Newcastle – Southampton

Kolli: Ég trúi ekki öðru en að Newcastle hafi þennan leik, sérstaklega eftir að þeir ráku vitleysinginn Souness. Tákn: 1.

Helgi: Allt er á uppleið hjá Newcastle eftir að stjórinn fékk að fjúka. Tákn: 1.

+++

3. Preston – Middlesbro

Kolli: Öruggur sigur Middlesbro. Tákn: 2.

Helgi: Preston menn í góðum gír en Boro komnir í gang eftir glæsilegan sigur á Chelsea. Tákn: 2.

+++

4. Charlton – Brentford

Kolli: Ég held að Hermann og félagar taka þennan leik. Tákn: 1.

Helgi: Charlton rúllar Brentford upp. Tákn: 1.

+++

5. Sheff. Wed. – Sheff. Utd.

Kolli: Ef maður fer í gegnum stöðuna í deildinni þá sér maður að Sheff. Utd. tekur þennan leik örugglega. Tákn: 2.

Helgi: Nágrannaleikir eru alltaf erfiðir en að þessu sinni ekki. Tákn: 2.

+++

6. Brighton – Watford

Kolli: Öruggur sigur hjá Watford. Spá: 2.

Helgi: Mikill munur er á þessum liðum annað á niðurleið en hitt á uppleið. Tákn: 2.

+++

7. Leicester – Leeds

Kolli: Það verður fín helgi hjá Gylfa og félögum. Tákn: 2.

Helgi: Ekkert um þennan leik að segja. Tákn: 2.

+++

8. Millvall – Crystal Palace

Kolli: Það mun ekkert marktækt gerast í þessum leik – fer 0-1. Tákn: 2.

Helgi: Millwall ekki að geta neitt á þessari leiktíð en Palace stendur fyrir sínu. Tákn: 2.

+++

9. Cardiff – Hull

Kolli: Heimasigur. Tákn: 1.

Helgi: Cardiff er langt fyrir ofan Hull og tippar Kolli því á þá en fer flatt á því. Tákn: X.

+++

10. Wolves- Ipswich 

Kolli: Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá er ég ekki búin að spá neinu jafntefli en það kemur hér, leiðinlegur hálofta fótbolti sem endar markalaust jafntefli. Tákn: X.

Helgi: Bæði lið rétt fyrir ofan miðja deild og eftir mikla baráttu tekur heimaliðið öll stigin. Tákn: 1.

+++

11. Plymouth – Coventry 

Kolli: Ég hef tilfinningu fyrir því að þessi leikur fari líka jafnt. Tákn: X

Helgi: Hundleiðinlegur og markalaus leikur. Tákn: X.

+++

12. Norwich – Derby

Kolli: Þessi leikur er stórt spurningamerki. Ætli Norwich taki þetta ekki. Tákn: 1.

Helgi: Norwich hafa verið töluvert misjafnir en Derby ömurlegir. Tákn: 1.

+++

13. Chesterfield – Southend

Kolli: Mér finnst það vera hálfgerður glæpur að hafa 2. deildar leik á þessum seðli því maður hefur ekki grænan grun hvað er að gerast í þessari deild, þannig að maður fer bara eftir töflunni. Tákn: 2.

Helgi: Ekki er mikill munur á þessum liðum en heimaliðið nær að læða einum inn og þar við situr. Tákn: 1.

+++

Helgi: Þar sem ég hef mjög öruggar heimildir fyrir þessum leikjum/úrslitum þá er ég ekki í neinum vafa um að ég vinni Kolla svo að ég vil benda honum á að finna fyrir mig verðugan andstæðing á næstu helgi. Kveðja, Helgi.