22/12/2024

Bilun í netþjóni

.Bilun varð í netþjóni strandir.saudfjarsetur.is seinnipartinn í gær. Bilunin varðar alla vefi sem hýstir eru á sama þjóni og tengist að öllum líkindum vandræðum með harðan disk þar sem vefurinn er geymdur ellegar skráarkerfi hans. Unnið hefur verið að viðgerð dag og nótt frá því í gær og mun gamli góði vefurinn væntanlega vera kominn í gagnið fljótlega, en eftir er að meta hvort einhverjar varanlegar skemmdir hafa orðið. Þessi vefur sem hér sést er geymdur á varanetþjóni. Við viljum biðja lesendur strandir.saudfjarsetur.is velvirðingar á þessum vandræðum sem eru tæknilegs eðlis, og vonum að þeir sýni biðlund.