19/09/2024

Frumkvöðlanámskeið fyrir 16-20 ára

Fuglahræðan góðaFramundan er námskeið fyrir unga frumkvöðla á aldrinum 16-20 ára á Vestfjörðum, að Holti í Önundarfirði. Námskeiðið hefst um miðjan dag á föstudeginum 22. apríl og stendur fram á miðjan sunnudag. Þátttakendur fá fæði meðan á námskeiðinu og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Leiðbeinandi á námskeiðinu er G. Ágúst Pétursson, stjórnarformaður Frumkvöðlafræðslunnar ses. og verkefnisstjóri í Nýsköpun 2005, samkeppni um viðskiptaáætlanir. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur unga Strandamenn til að skella sér á námskeiðið.

Skemmtimenntun!
Þessi þriggja daga frumkvöðlasmiðja er fyrir jákvæða og áhugasama einstaklinga á aldrinum 16-20 ára. Þú lærir ýmislegt um samninga- og sölutækni, þjónustu, aðferðir við að leysa vandamál, tímastjórnun, grunnatriði bókhalds og þið fáið þjálfun við að tjá ykkur fyrir framan hópinn.
 
–          Þú færð góða innsýn í stofnun og rekstur eigin fyrirtækis.
–          Þú ferð heim með viðskiptaáætlun sem þú vinnur með fleirum í litlum 
           hópi fyrir raunhæft lítið fyrirtæki.
–          Þú lærir að búa til kynningarefni og skrifa einfalda markaðsáætlun.
–          Þið takið þátt í margháttuðu hópstarfi sem bæði felst í verkefnavinnu,
           viðskiptaleikjum og útivist. Einnig kemur gestafyrirlesari á staðinn.
–          Í lok námskeiðs kynna hóparnir verkefni sín fyrir dómnefnd og velur
           hún bestu viðskiptaáætlunina. Sú áætlun keppir síðan á landsvísu þar
           sem sigurliðið fær ferð til útlanda til að hitta aðra unga frumkvöðla.
–          Þú öðlast færni til að takast á við raunveruleika viðskiptalífsins með
           jákvæðum og marksæknum hætti.
–          Þú lærir að koma auga á tækifærin í umhverfinu og skilja mikilvægi
           þess að horfa á samspil á milli kostnaðar og tekna.
–          Þú færð þjálfun í að tjá þig frammi fyrir hópi fólks.
 
Verkefnið
Evrópuverkefnið Ungir frumkvöðlar, eða Young Entrepreneur Factory, hefur það að markmiði að þroska og efla frumkvöðlakraft ungs fólks í dreifðari byggðum. Auk Íslands taka þátt í verkefninu Skotland, Noregur, Svíþjóð, Grænland og Rússland. Þátttakendur í verkefninu á Íslandi eru Impra nýsköpunarmiðstöð, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi – þróun og ráðgjöf og atvinnuþróunarfélögin vítt og breytt um landið. Verkefnið er unnið með stuðningi frá Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins og Byggðastofnun.
 
Fyrir hvern
Þetta skemmtilega og gagnlega námskeið er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-20 ára á Vestfjörðum og er þátttaka endurgjaldslaus. Allt sem þarf er jákvætt hugarfar, brennandi áhugi og vilji til að vinna að því að leita tækifæra sem leynast á hverju strái!
 
Nánari upplýsingar veita:
Arna Lára, arna@atvest.is
Elsa, elsa@atvest.is