09/09/2024

Arnar Snæberg Jónsson nýr tómstundafulltrúi í Strandabyggð

Arnar S. Jónsson á Hólmavík hefur verið ráðinn í starf tómstundafulltrúa í Strandabyggð úr hópi sex umsækjenda um stöðuna. Starfshlutfall verður 70% til að byrja með, samkvæmt samkomulagi. Arnar hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sauðfjárseturs á Ströndum í hálfri stöðu samhliða námi.