04/10/2024

Félagsvist á Hólmavík í kvöld

Félagsvist verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, miðvikudaginn 29. desember, og hefst spilamennskan kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 500.- (posi á staðnum) og rennur innkoman í ferðasjóð nemenda í 7. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem hafa tekið stefnuna á vikudvöl í skólabúðunum í Reykjaskóla. Allir eru velkomnir á félagsvistina og vonast aðstandendur til að sjá sem flesta.