05/10/2024

Árbók sveitarfélaga komin á netið

Börn á StröndumÁrbók sveitarfélaga 2009 er nú komin á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga og er þar margan fróðleiksmola að finna um sveitarfélög á landinu. Í bókinni
er að finna ýmsar upplýsingar um fjárhag og rekstur sveitarfélaganna, en einnig fjölmargar aðrar upplýsingar um þau. Fréttaritari greip til dæmis niður í töflu um aldursskiptingu íbúa í sveitarfélögum og komst m.a. að því að hlutfall íbúa 67 ára og eldri í Strandabyggð er langt yfir landsmeðaltali og mest á Vestfjörðum. Að sama skapi er hlutfall 6-15 ára yfir landsmeðaltali, en 1-5 ára töluvert undir. Í Bæjarhreppi er hlutfallslegur fjöldi íbúa á fyrsta ári, 1-5 ára og 6-15 ára vel yfir landsmeðaltali og mestur á Vestfjörðum í öllum þessum aldursflokkum. Þar vantar hins vegar nokkuð í aldursbilið 6-25 ára.

Í Árneshreppi og Kaldrananeshreppi er hlutfall íbúa í aldursflokknum 56-66 ára meira en helmingi meira en meðaltali á landsvísu og Vestfjarðavísu. Kaldrananeshreppur nær einungis landsmeðaltali að auki í aldurshópnum 67 ára og eldri.