22/12/2024

Aðalheiður sigraði söngkeppni Ozon

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík fór fram í síðustu viku á veitingastaðnum Café Riis fyrir fullum sal af áhorfendum. Þriggja manna dómnefnd valdi þrjá keppendur sem fengu auk verðlauna keppnisrétt í Vestfjarðariðli í landshlutakeppni Samfés sem fram fer á Hólmavík í lok janúar á næsta ári. Sigurvegarinn sem var valinn Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir hlaut einnig glæsilegan farandgrip til varðveislu í eitt ár. 

Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir sem söng lagið Vetrarsól eftir Gunnar Þórðarson varð fyrst.

Agnes Jónsdóttir flutti lagið Creep eftir Radiohead og varð í öðru sæti. Hún var einnig valin vinsælasti keppandinn af salnum.

Sylvía Bjarkadóttir og Jóhanna Rósmundsdóttir sungu lagið Síðasta sumar og lentu í þriðja sæti.  

Anita Sonja Karlsdóttir flutti lagið Síðasta sumar eins og þær Sylvía og Jóhanna.

Daníel Birgir Bjarnason með lagið Boten Anna eftir Basshunter.

Ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir