13/09/2024

Spuna- og skemmtikvöld hjá Leikfélaginu

Á dögunum var haldinn aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur og var mikill hugur í fundarmönnum. Stefnt er að skemmti- og spunakvöldi á vegum Leikfélagsins á Hólmavík föstudaginn 29. desember og einnig var rætt um verkefnaval fyrir uppsetningu vorsins á aðalfundinum. Fram kom á fundinum að fjárhagsstaða Leikfélagsins er með versta móti sem skýrist helst af dræmri aðsókn á síðasta leikrit. Í stjórn Leikfélags Hólmavíkur voru kosnar Jóhanna Ása Einarsdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir.