12/12/2024

Lóuþrælar með tónleika í Hólmavíkurkirkju

Karlakórinn Lóuþrælar, sem kemur úr Húnaþingi vestra, mun halda tónleika í Hólmavíkurkirkju í dag, laugardaginn 13. desember, og hefjast þeir kl. 16:00. Eru tónleikarnir hluti af röð tónleika í tilefni af útgáfu á þriðja hljómdisk kórsins. Diskurinn heitir Ég man þau jólin og hefur að geyma tólf jóla- og aðventulög íslensk og erlend og eru þau frá ýmsum tímum. Stjórnandi kórsins er Guðmundur St. Sigurðsson og undirleikari er Elinborg Sigurgeirsdóttir. Kórinn skipa um 30 söngmenn úr öllum sveitum héraðsins. Lokatónleikarnir í þessari lotu verða svo á Hvammstanga þann 17. desember kl. 21:00.