22/12/2024

Aðalfundur AtVest

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða verður haldinn miðvikudaginn 11. maí 2005, kl. 20.00, í fundarsal Þróunarseturs Vestfjarða á Ísafirði. Einn Strandamaður er í stjórn Atvinnuþróunarfélagsins, Gunnlaugur Sighvatsson á Hólmavík. AtVest hafði starfsmann á Hólmavík í hálfu starfi, tímabundið í sex mánuði, árið 2000, en síðan þá hefur ekki verið sérstakur atvinnuþróunarfulltrúi starfandi á Ströndum. Dagskrá aðalfundarins, sem án efa verður hinn fjörugasti, er eftirfarandi:

  • 1.       Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess s.l. starfsár.
  • 2.       Efnahags- og rekstrarreikningur fyrir liðið starfsár og skýrsla endurskoðenda.  Endurskoðuð rekstraráætlun þessa árs ásamt starfsáætlun næsta árs.
  • 3.       Kosning stjórnar og varastjórnar.
  • 4.       Kosning endurskoðenda/skoðunarmanna.
  • 5.       Tillaga um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda/ skoðunarmanna.
  • 6.       Tilaga um meðferð á hagnaði af rekstri félagsins á reikningsárinu.
  • 7.       Önnur mál, sem eru löglega upp borin.

Í fréttatilkynningu kemur fram að hluthafar geta kynnt sér samþykktir á heimasíðu félagsins www.atvest.is. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2004 liggur hluthöfum einnig til sýnis í skrifstofu félagsins að Árnagötu 2-4, Ísafirði, alveg til fundardags og helstu niðurstöðutölur ársreikningsins er einnig að finna á heimasíðu félagsins.