Heilmikil árshátíð Grunnskólans og Tónskólans á Hólmavík var haldin í félagsheimilinu á föstudag. Að þessu sinni var óvenju mikið í lagt í tilefni af 100 ára afmæli skólahalds á Hólmavík. Allir bekkir skólans léku leikrit um sögu skólans sem Arnar S. Jónsson hafði samið og sá hver bekkur um hvern áratug í sögunni og var mikið lagt upp úr búningum. Undir spilaði glæsileg hljómsveit á vegum Tónskólans. Árshátíðin tókst afbragðs vel og full ástæða til að óska nemendum og starfsfólki skólans hjartanlega til hamingju.
Ljósm. Jón Jónsson