Það ríkti mikill glaumur og gleði á árlegri góuskemmtun Hólmvíkinga í félagsheimilinu síðastliðinn laugardag, þann 5. mars. Um 150 manns voru mættir og skemmtu sér konunglega undir stórgóðum skemmtiatriðum góunefndar. Að vanda voru líka etnar dýrindis kræsingar sem Bára Karlsdóttir á Hólmavík reiddi fram og síðan var dansað fram á rauða nótt. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is og djammljósmyndari – Arnar S. Jónsson – var að sjálfsögðu á góunni og tók fram myndavélina þegar langt var liðið á nótt.
Ljósm. – Arnar S. Jónsson.