
Einnig hefur verið unnið að lagfæringum á samkomusal sýningarinnar, en nú virðast vera að skapast skiptar skoðanir um hvar úrslitapartýið eigi að vera – undirskriftarlista hefur verið komið fyrir í Söluskála KSH þar sem krafist er að samkoman verði haldin í Félagsheimilinu. Ekki kemur fram á listanum hverjir standa fyrir honum.
Síðasta Idol-kvöld fór fram í húsnæði Galdrasýningarinnar. Þar komast tæplega 100 manns í sæti í austurhúsinu, auk þess sem fyrirhugað er að hafa sæti og stóra skjái í öðrum rýmum hússins. Talsvert fleiri komast fyrir í aðalsal félagsheimilisins sem er aftur á móti þekktur fyrir afleitan hljómburð.