25/11/2024

Tónlistarveisla og kræsingar við afhendingu flygils

Veglegar veislur og hátíðahöld eru nú daglegt brauð á Ströndum, en í dag var Tónskólanum á Hólmavík afhentur flygill við hátíðlega athöfn. Fjöldi manns var viðstaddur tónleika í matsal Grunnskólans á Hólmavík og var svo þröngt á þingi að einnig var staðið á göngum og í hliðarsölum til að hlýða á tónana. Það voru nemendur og kennarar Tónskólans sem sýndu snilli sína og spiluðu á flygilinn nýja og fleiri hljóðfæri. Einnig var styrktaraðilum þakkað fyrir stuðninginn, en þar voru stórtækastir Verkalýðsfélag Vestfjarða og Sparisjóður Strandamanna, auk þess sem margir hafa lagt hönd á plóg við fjársöfnun og tónleikahald liðinn vetur.

1

Ein af skólahljómsveitunum – Fannar Freyr Snorrason, Anna Lena Viktorsdóttir, Magnús Einarsson og Dagrún Kristinsdóttir. Á myndina vantar Gunni Halldórsdóttir sem söng með sveitinni.

bottom

Daníel Freyr Newton og Viðar Guðmundsson taka smá spuna saman.

Glaðbeittir tónleikagestir.

atburdir/2009/580-flygill5.jpg

Viðar Guðmundsson tónlistarkennari segir frá flyglinum og eiginleikum hans.

atburdir/2009/580-flygill8.jpg

Arnar Jónsson formaður menningarmálanefndar Strandabyggðar hélt tölu.

atburdir/2009/580-flygill3.jpg

Bjarni Ómar Haraldsson aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann og tónlistarkennari.

atburdir/2009/580-flygill4.jpg

Viðar Guðmundsson og Dagrún Kristinsdóttir.

atburdir/2009/580-flygl1.jpg

Abbalögin spiluð sexhent á flygil – Eyrún Björt Halldórsdóttir, Elísa Mjöll Sigurðardóttir og Branddís Ösp Ragnarsdóttir. Fannar spilaði á trommu.

atburdir/2009/580-flygill6.jpg

Fulltrúar styrktaraðila, Guðmundur B. Magnússon sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Strandamanna og Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Með þeim á myndinni eru Kristján Sigurðsson skólastjóri Grunnskólans á Hólmavík, Viðar Guðmundsson tónlistarkennari, Barbara Guðbjartsdóttir tónlistarkennari og Bjarni Ómar Haraldsson aðstoðarskólastjóri og tónlistarkennari. Á myndina vantar fjórða tónlistarkennarann á Hólmavík, Stefán Steinar Jónsson, sem var því miður veikur og missti af öllu fjörinu.

atburdir/2009/580-flygill11.jpg

Veisluföngin voru glæsileg og lögðu foreldrar barna í Tónskólanum þar saman krafta sína

– Ljósm. Jón Jónsson